Of lítið, of seint.

Það er hjákátlegt hjá Þór sem hefur verið öndunarvélin sem hefur haldið lífi í ríkisstjórninni síðustu 14 mánuði að fara að rífa sig núna en það er áhugavert hvað áherslur breytast eftir því sem kosningar nálgast.
mbl.is Segir að stjórnin eigi að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og forsendan fyrir stuðningnum síðustu 14 mánuði var að það yrði eitthvað gert varðandi skuldarvanda heimila...

Þetta er orðið fíflagangur eins og er....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.2.2013 kl. 19:12

2 Smámynd: Sólbjörg

Þór Saari er svo fyndinn án þess að vita það sjálfur að það er eins og Spaugstofan sé mætt með atriði. Það ekki fyndna er að Þór er lúmskt líkur Steingrímur J. talar með þunga en innihaldið er léttvægt.

Sólbjörg, 11.2.2013 kl. 21:55

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég veit ekki hvað oft hann hefur talað og kveinkað sér út af skuldavanda heimilanna. Mikið er búið að hamra á að það þurfi að þurrka svokallaðan fjórflokk út. Reynslan af þessum nýju í Hreyfingunni sannar bara hvað þau eru tilbúin í,án minnstu hugsunar um hvað þjóðinni er fyrir bestu. Ég er sannfærðari en nokkru sinni að við þörfnumst gömlu mið/hægri flokkanna.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2013 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband