8.2.2012 | 08:41
Stórkostlegur árangur
Stórkostlegur árangur, þrátt fyrir "velferðarstjórnina"
Helstu afrek "velferðarstjórnarinnar":
- Icesave Klúðrið.
- Koma í veg fyrir Álver á Bakka og þar með lengja þann tíma sem 2-3 þúsund íslendingar eru á atvinnuleysisbótum.
- Koma í veg fyrir stórkostlega uppbyggingu í ferðaþjónustu á norðausturlandi og þar með að lengja þann tíma sem 500-1000 íslendingar eru á atvinnuleysisbótum.
- Þegar gengistryggðu lánin voru dæmd ólögleg tókst ríkisstjórninni lágmarka tap bankanna með því að tryggja að almennilegir vextir væru settir á lánin í staðin.
- Tókst viðhalda mesta landflótta ungs fólks á síðari tímum.
- Tókst að tryggja það að margir af helstu útrásarvíkingunum halda fyrirtækjum sínum eftir stórkostlegar skuldaniðurfellingar.
- Koma bönkunum í hendur aðila sem sjá til þess að sem mest innheimtist af skuldum heimilanna.
- Skapa 80 störf hjá umboðsmanni skuldara til að hjálpa bönkunum til að sem mest innheimtist af skuldum heimilanna.
- Falsa afkomu ríkissjóðs um 47 milljarða með því að bókfæra ekki lífeyrisskuldbindingar.
- Hreykja sér af því að hafa náð fjárlagahallanum niður í 20 milljarða þegar hann er í raun og veru 67 milljarðar.
- Loka St Jósefsspítala í Hafnarfirði og skera niður mikið og víða í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að halda Þjóðleikhúsinu opnu.
- Tryggja opnun Hörpu.
Af nógu er að taka á afrekaskrá ríkisstjórnarinnar en ég læt þetta nægja í bili.
Kreppan er nefnilega búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, sko...?!?
Muhahaha... Hreinn...! Ertu kominn yfir "vinstri slagsíðuna" sem háði þér elsku vinurinn...?
Sævar Óli Helgason, 8.2.2012 kl. 20:40
Sæll Sævar. Já ég er orðinn alveg svartasta íhald. Allt annað líf að vera ekki með vinstri slagsíðu. Gaman að heyra frá þér kæri vinur.
Hreinn Sigurðsson, 8.2.2012 kl. 21:43
Það er að verða 20 ár síðan ég losnaði við mína. Slagsíða af því taginu er heilsuspillandi.
Góð samantekt en auðvitað alls ekki tæmandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2012 kl. 00:41
Hvernig væri nú að þú tækir saman afrekaskrá fyrir flokkinn þinn með glæsilegum verkum hans sl, 20 ár ?
Níels A. Ársælsson., 9.2.2012 kl. 06:00
Sæll Níels. Þar er af mörgu að taka. t.d. Reyndi flokkurinn minn að taka á eignasamþjöppun fjölmiðla. Setti neyðarlög sem björguðu því sem bjargað varð í hruninu. Hóf farsælt samstarf við AGS. Leyfði hvalveiðar í atvinnuskini. Gerði samning um þorskveiðar í Barentshafi. Stóð fyrir stórkostlegri jarðgangagerð á vestfjörðum. Stóð fyrir stórkostlegri atvinnu uppbyggingu á austfjörðum og svona mætti lengi telja upp atriði sem bætt hafa lífskjör í landinu.
Hreinn Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 08:47
Sæll. Tókstu ekki vitlaust blað upp úr skúffunni ? ...
Níels A. Ársælsson., 9.2.2012 kl. 10:40
Jæja... Herrar mínir...!
Farnir að tuða um hægri, vinstri og svoleiðis vitleysu og aulaskap... Því málið er að þið/við öll erum ekkert annað en snarvitlaust framsóknar-pakk...!
-
Ísland er hættulegt land... Ef það er ekki bölvað veðrið sem lemur á okkur... Þá er það landið sjálft, eða hafið sem bæði gefur og tekur... En meðan gefur er gnótt. Og drýpur þá smjörið útum allt...!
En eftir að hafa búið hérna í rúmlega 1200 ár hefur þjóð okkar orðið fremur einsleit og svipað hugsandi... Væntanlega vegna skyldleika...
Það, góðir hálsar, er framsóknargenið...! Sem, því miður, leynist í okkur öllum. Mismunandi langt á það en það er þarna, einhversstaðar, í okkur öllum... Trúið mér, meir að segja ÉG hef staðið mig að hugsa framsóknarhugsanir og þvílíkt horror... HORROR...! Að standa sjálfan sig að svoleiðis bulli...
En ég viðurkenni þó þörf okkar fyrir að hafa þennan genagalla í erfðarefnissundlaug þjóðarinnar... Því það er ekkert annað en framsóknarmennska að búa, og tolla við það, hérna á þessu stórhættulega skeri... Hvað þá að vera stoltur af því...!
En einsog með alkahólisma og svoleiðis sjúkdóma verðum við að læra að lifa með þessum, lífsnauðsynlega, galla í sinni okkar... Lifað s.s með veikleikanum en ekki afneita honum... Við verðum bara að þekkja sjúkdóminn...
Þannig að...
Þið eruð allir bölvaðir framsóknarmenn... Og tækifærissinnar frá helvíti...!
-
Hrenni minn... Hehehe...!
Sævar Óli Helgason, 9.2.2012 kl. 12:50
Ég skil ekki athugasemd þína Níels?
Góður að vanda Sævar, og talsvert til í þessu hjá þér. Tækifæris sinnar = framsóknarmenn leynast víða.
Hreinn Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.