30.5.2010 | 14:08
Frábær sýning í Kópavogi.
Ég fór í gær á vorsýningu hjá fimleikafélaginu Gerplu sem haldin var í Versölum í Kópavogi. Þessi sýning var í einu orði sagt STÓRKOSTLEG. Sýningin var sett upp í kringum ævintýrið um Lísu í Undralandi. Frábært samspil ljósa sögumanns og búninga mynduðu skemmtilega umgjörð um sýninguna. En það sem mér þótti mest um vert var að sjá alla þessa hæfileikaríku krakka og unglinga sem voru hvert öðru betri. Ég fullyrði að þessi sýning er á heimsmælikvarða. Það vekur hjá mér bjartsýni á framtíð Íslands að sjá hvað unga kynslóðin er hæfileikarík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.