Atvinnustefna samfylkingar

Meðan varaformaður samfylkingarinnar og samfylkingin í Reykjavík reyna að sannfæra fólk um að samfylkingin í Reykjavík berjist fyrir atvinnu, þá sýnir flokkurinn sitt rétta andlit á Húsavík. 

Samfylkingin og samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn hafa dregið lappirnar svo mikið í atvinnumálum að jafnvel forystu ASÍ er farið að blöskra og hafa forkólfar ASÍ þó yfirleitt hljómað eins og talsmenn samfylkingarinnar.

Ég skora á kjósendur í Reykjavík að láta ekki blekkjast af lýðskrumi samfylkingarinnar þegar íslandi blæðir hægt út vegna aðgerðaleysis sama flokks í ríkisstjórn

 


mbl.is Móðgun við Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Eftir að hafa séð hvað Samfylkingin er duglaus í ríkistjórnini, þá kemur ekki til greina að eyða atkvæði mínu aftur á þetta fólk !

Og ekki getur hún kennt íhaldinu um það núna.

Hún getur sjálfri sér um kennt.

Þessi flokkur á hvergi heima í stjórn.

Birgir Örn Guðjónsson, 26.5.2010 kl. 21:06

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott að Katrín hagar sér svona. Að það sé hægt að treysta því að hún sé kjáni eðaq eithvað enn verra. Það eina sem getur afsakað þessa hegðun hennar er að hún hefur aldrei verið kona....

Óskar Arnórsson, 26.5.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Kaldhæðnin í þessu er að svo þykist samfylkingin í Reykjavík ætla að skapa fullt af störfum. Þegar verið var að byggja Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa á Reyðarfirði þá voru fyrirtæki í Reykjavík með mikinn fjölda starfsmanna við að þjónusta uppbygginguna. Þannig að uppbygging álvers á Bakka myndi veita slatta af Reykvíkingum vinnu sem ekki þarf að fjármagna úr borgarsjóði eða ríkissjóði. En ríki og borg fengju hinsvegar skatt og útsvar af þessum tekjum.

Vinstri menn sjá engar aðrar lausnir en að skattpína almenning enn frekar og útvega svo einhvern slatta af láglaunastörfum á kostnað almennings eins og tillögur samf. í Reykjavík bera glöggt með sér.

Hreinn Sigurðsson, 27.5.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband