"Hlutlaus rannsókn"

Ekki sannar það neitt fyrir mér þó "sérfræðingar" Herbalife finni það enn einu sinni út að það sé ekkert hættulegt við þessar vörur Þetta er álíka marktækt  og að Hreiðar Már og Sigurjón Árnason myndu rannsaka bankahrunið
mbl.is Sérfræðingar Herbalife vinna að úttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Og ekki sannar það neytt fyrir mér að Magnús fái þessa niðurstöðu.

Solla Guðjóns, 2.3.2010 kl. 15:36

2 identicon

Hreinn: 

Það sem skiptir máli að sérfræðingar Herbalife birti niðurstöður sínar í ritrýndu tímariti (líkt og Magnús hefur gert) og gefi þar með kollegum sínum tækifæri til að fjalla um þær málefnalega og gagnrýnt. Mér finnst reyndar mjög ólíklegt að Herbalife geri það en vonandi koma þeir mér á óvart.

Áhugavert er þó að Herbalife gefur sér að úttekt sín leiði til fyrirframgefnar niðurstöðu, þ.e. að rannsókn Magnúsar sé rugl. Og þar með eru þeir strax búnir að opna á stærstu gagnrýnina á sjálfa sig. Vísindamaður sem segir fyrirfram hvaða niðurstöðu rannsókn hans fái setur strax spurningamerki að rannsókn hans sé faglega og hlutlaust unnin.

Solla Guðjóns:

Þú hefur væntanlega lesið rannsókn Magnúsar og getur þá væntanlega sýnt okkur hvar hann fer með fleypur í sínum niðurstöðum? Auk þess býst ég við að þetta komment þitt komi því ekkert við að þú sért að selja Herbalife sjálf?

Karma (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:01

3 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Hér er hægt að hlusta á viðtal sem var á Bylgjunni í dag við á Dr Jón Óttar Ragnarsson fyrrverandi yfirmann matvæla og næringafræðideildar Íslands og áhugamann um hollustu og þar á meðal Herbalife svara grein Magnúsar Jóhannssonar: http://bylgjan.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=52309

Anna Margrét Bjarnadóttir, 2.3.2010 kl. 22:17

4 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Eins má ég til með að vekja athygli ykkar á þessari grein sem að birtist um sama efni í Pressunni: http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jon_Ottar/vegna-greinar-dr.-magnusar-johannssonar-i-laeknabladinu------

Anna Margrét Bjarnadóttir, 2.3.2010 kl. 22:39

5 identicon

Anna MArgrét:

Þar sem þú copy/paste-ar þessum kommentum þínum á fleiri en eitt blogg ætla ég bara að copy/paste-a spurninguna mína til þín af því bloggi.

Þú titlar Jón Óttar sem "fyrrverandi yfirmann matvæla og næringafræðideildar Íslands og áhugamann um hollustu"

Er einhver ástæða fyrir því að þú minnist ekkert á það að Jón Óttar flytur inn og selur Herbalife vörurnar?

Karma (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:51

6 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Eins og ég svaraði þér í öðru bloggi þá tók ég titilinn á honum beint upp úr fréttablaðinu. Hann er dreifingaraðili Herbalife en það er misskilningur hjá þér að hann flytji inn Herbalife vörurnar. Herbalife er með stórt vöruhús hérna á Íslandi.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 4.3.2010 kl. 12:43

7 identicon

Anna Margrét:

En hann er efst í Herbalife-pýramídanum á Íslandi eins og kom fram á öðru bloggi. Sem þýðir að hann fær hluta tekna af öllum Herbalife vörum seldum hér jafnvel þó hann flytji þær ekki inn sjálfur.

Þú svarar mér samt ekki hvers þú minnist ekkert á fjarhagsleg tengsl hans heldur minnist bara á fyrrverandi starfsheiti líkt og til að gefa orðum hans meira vægi? Segir bara að þú hafir tekið titilinn úr fréttablaðinu jafnvel þó þú vitir greinilega hver maðurinn er.

Finnst þér ekki eðlilegt að taka það fram að maðurinn sem þú ert að vitna í græðir tugi eða jafnvel hundruðir milljóna á sölu á þessum vörum?

Karma (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband