Afskriftakóngur

Ég get ekki hugsað mér að skipta við hrunmeistara sem hafa fengið stjarnfræðilegar upphæðir afskrifaðar, meðan 30% heimila í landinu svelta.
Þessvegna er ég hættur að kaupa inn í Bónus Hagkaup og tengdum verslunum og ætla að stunda líkamsrækt annarstaðar en í world class
mbl.is Opna tvær nýjar líkamsræktarstöðvar í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður sem gefur fólki tækifæri á að afskrifa af sér líkamsfitu og öðlast betra og hollara líferni má alveg losna undan skuldum. Að reka 6-7 líkamsræktarstöðvar í hæsta klassa er mikil vinna og mikil synd ef svona batterí færi á hausinn... er akkurat að fara niðrí Laugar eftir smá stund :)

I I (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 08:47

2 Smámynd: Baldvin Baldvinsson

djöfull hvað ég er sammála þér. Skil ekki hversvegna fólk verslar yfirleitt þar.

Baldvin Baldvinsson, 23.2.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Aliber

Hreinn:

Hvar ætlar þú að versla ef þú villt ekki koma nálægt fólki sem tengdist útrásinni? Hvar ætlar þú að kaupa föt? Með hvaða flugfélagi ætlaru að fljúga? Hættir þú að kaupa bensín?

Ég fæ alltaf kjánahroll þegar fólk talar um hrunkónga, kúlubréfagreifa og hvað það eigi að sniðganga hitt og þetta... Þessi umræða lyktar illilega af vanþekkingu.

kv,

Aliber, 23.2.2010 kl. 17:32

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Besta leiðin til að BERJA á þessu liði er með VESKINU.  Það eru ca. 2 ár síðan ég hætti að verzla við Bónus draslið.  Ég flýg ekki með Iceland Express, ég flytt ekki vörur með Samskip, ég versla ekki hjá Lyf & heilsu og svo framvegis.  Svo vonar maður að flest þetta lið fylgi í fótspor Ólafs hjá Samskipum, þ.e.a.s. "bak við lás & slá í nokkur ár og svo flytji það frá landinu - farið hefur FÉ betra...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 24.2.2010 kl. 11:59

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Aliber. Þó ég nenni yfirleitt ekki að svara mönnum sem þora ekki að leggja nafn sitt við skrif sín og blogga undir misgáfulegum gælunöfnum, þá ætla ég að gera undantekningu og svara þér. Ég hef tamið mér það að vera þokkalega meðvitaður neytandi. T.d. Hef ég stundað líkamsrækt í stöðvum Nautilus í Kópavogi. Fjarðarkaup er lang besta matvöruverslunin á höfuðborgarsvæðinu, þar kaupi ég matvöru. Lambakjöt er gott að kaupa í Kjöthöllinni Úrvals nautakjöt hef ég keypt á Hálsi í Kjós.

Föt hef ég keypt á ebay með góðum árangri og fengið þar t.d. DIESEL fatnað á betra verði en í búðum hér á landi. Flug hef ég keypt þar sem það er hagstæðast hverju sinni. Bensín kaupi ég hjá Atlandsolíu.

Hreinn Sigurðsson, 24.2.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband