Stoltir sjómenn Síldarvinnslunnar


Ríkisstjórnin íslands hefur tekið okkur sjómenn í gíslingu. Ég er búinn að að vera sjómaður hjá Síldarvinnslunni í tæp 16 ár og ég styð Gunnþór í þessum aðgerðum eins og allir aðrir starfsmenn Síldarvinnslunnar sem ég hef heyrt í eftir að þetta var kunngjört.

Vikustopp er smámunir miðað við það sem kjör okkar sjómanna Síldarvinnslunar munu skerðast um ef þessi hlandvitlausu frumvörp fara í gegn.

Ég hafna því algjörlega að eitthvað réttlæti felist í því að skerða veiðiheimildir Síldarvinnslunnar og annarra öflugra útgerðarfyrirtækja til að stuðla að offjárfestingu í sjávarútvegi

Ef frumvörpin koma til framkvæmda þá verður sjávarútvegsráðherra mesti kvótabraskari íslandssögunnar.

Ég hef lesið frumvörpin og fjölmargar umsagnir um þau. Frumvörpin er glórulaus og munu veikja sjávarútveg og þar með lífskjör í landinu.


mbl.is Skip Síldarvinnslunnar ekki á sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Hreinn Yfirvélstjóri !

Löngu; löngu tímabært, að taka á Reykjavíkur stjórnmála afætunum, á þann hátt, sem eftir yrði munað, ágæti Yfirvélstjóri.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 21:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þannig er þetta bara Hreinn Sigurjónsson.  Og það er ekki bundið við sjáfarútveg endilega, því að gamalmenni sem langar að hætta starfsemi og fara að gera konusinni skemmtilegri daga í restinna er settur stóllin fyrir dyrnar,  Peningar, lán til handa ungu fólki er ekki til boða og gamall hundur fer ekki af hólnum nema fyrir gott bein. 

það er allt í handbremsu og gangráðurinn úr sambandi og gott ef lífsvélin höktir til áramóta.  Ég bara asnaðist til að skipta á traktor og gamla Remington rolingblokk riflinum mínum 1875 sem er með hálftommu hlaupi og er sérsmíðaður til að senda af stað hægfara þunga kúlu sem stoppar allt sem ætlað er. 

Svo nú á ég bara traktor sem drepur engan nema fyrir slysni.  En ég kann að sveifla sleggju, en þó ekki eins lengi og áður en ég kann að hitta á hnallinn og það kann hann Dóri Þorsteins líka.  Í þá daga sögðum við, stóru sleggjuna strax, pakkninga hamrar duga ekki í alvöru verk.

Skilaðu kveðju til vinna minna á Nesi við Norðfjörð, Hrólfur.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband