4x4 klúbburinn vinnur gott starf. Ekki get ég sagt það sama um Svandísi.

4x4 Klúbburinn hefur lagt mikla vinnu í að safna ferlum yfir slóða á hálendinu. Þetta er félagsskapur fólks sem hefur gaman að ferðast um landið og félagsmenn 4x4 bera almennt mikla virðingu fyrir náttúrunni.
Svandís hinsvegar hefur takmarkað aðgengi almennings að Íslandi með því að loka leiðum sem hafa verið farnar í áratugi. og gefið útvöldum sem henni eru þóknanlegir einkarétt á að keyra þessa slóða.
mbl.is Ósátt við birtingu ferlasafns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvaða slóðar eru þetta sem útvaldir fá að fara um og hverjir eru þessir útvöldu?

corvus corax, 22.9.2011 kl. 09:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er náttúrulega ekki gott ef 4x4 er að birta hnit yfir lokaðar leiðir, hvort sem menn eru sammála um þær lokanir eða ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2011 kl. 13:29

3 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er nú bara þannig að þessar upplýsingar skemma ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut. Aftur á móti er kannski hægt að nota þær til skemmdarverka, ef viljinn er fyrir hendi. Að punktarnir séu aðgengilegir getur varla skaðað þar sem þessir svokölluðu lokuðu leiðir eru ekki í alfaraleið og verða varla á vegi þeirra sem stytta sér leið út fyrir drullupoll eða snjóskafl.

Steinmar Gunnarsson, 22.9.2011 kl. 16:30

4 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég mundi svo eftir þessu hérna: http://atlas.lmi.is/kortasja/ þetta er ný kortavefsjá Landmælinga Íslands og ef vel er að gáð er að finna slóða merkta á kortum í þessum gagnagrunni sem eru lokaðir og jafnvel einungis ætlaðir göngufólki, en merktir sem akslóðar.

Í stað þess að atyrða Ferðaklúbbinn, væri mönnum nær að athuga hver eru aðalmarkmið klúbbsins sem og stefnumál hans, en eftir þeim línum fara félagar klúbbsins og gera sitt besta til að koma þeim boðskap til sem flestra. 

Steinmar Gunnarsson, 22.9.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband