14.10.2010 | 22:04
Skammsýni valdstjórnarinnar
Þetta er mikil skammsýni. Greiðsluvilji fólks er á þrotum. Þá á ég við
fólk sem hefur öll fjármál í járnum og getur veitt sér þann eina
"munað" að nota allt ráðstöfunarfé sitt til að borga af húsnæðislánum.
Ef það eina sem á að gera er að toga þá sem eru yfirskuldsettir í þennan hóp. Fái heimilin í landinu aukin fjárráð þá geta menn farið að nota eitthvað fé í
annað. Þá er 25,5% VSK af flestu og rennur hann beint til ríkisins.
Annað yrði innspýting í hagkerfið þannig að fleiri störf sköpuðust. Með
tilheyrandi skattekjum fyrir ríkið auk þess sem eitthvað myndi draga úr
atvinnuleysi þannig að þar sparast eitthvað. Ég held að þessir
útreikningar um óbærilegan kostnað taki alls ekki á öllum hliðum.
Kostnaður viðleiðréttingu sé stórlega ofmetinn og ekki gert ráð fyrir
Jákvæðu hliðunum. Ég held að það geti endað með því að millistéttin
geri uppreisn og dragi þetta lið allt á hárinu út úr þinginu.
fólk sem hefur öll fjármál í járnum og getur veitt sér þann eina
"munað" að nota allt ráðstöfunarfé sitt til að borga af húsnæðislánum.
Ef það eina sem á að gera er að toga þá sem eru yfirskuldsettir í þennan hóp. Fái heimilin í landinu aukin fjárráð þá geta menn farið að nota eitthvað fé í
annað. Þá er 25,5% VSK af flestu og rennur hann beint til ríkisins.
Annað yrði innspýting í hagkerfið þannig að fleiri störf sköpuðust. Með
tilheyrandi skattekjum fyrir ríkið auk þess sem eitthvað myndi draga úr
atvinnuleysi þannig að þar sparast eitthvað. Ég held að þessir
útreikningar um óbærilegan kostnað taki alls ekki á öllum hliðum.
Kostnaður viðleiðréttingu sé stórlega ofmetinn og ekki gert ráð fyrir
Jákvæðu hliðunum. Ég held að það geti endað með því að millistéttin
geri uppreisn og dragi þetta lið allt á hárinu út úr þinginu.
Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð greining hjá þér Hreinn ég er viss um að þolinmæði millistéttarinnar hangir á nástrái
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.10.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.