Hörður Torfa, ánægður með núverandi ríkisstjórn?

Ég var farinn að halda að Hörður væri týndur. Miðað við framgöngu Harðar í búsáhaldabyltingunni svokölluðu þá þykir mér mjög undarlegt að ekki hefur heyrst nokkuð frá honum um úrræðaleysi flumbrugang og spillingu núverandi ríkisstjórnar. En hann virðist fyrst og fremst hafa verið að auglýsa bókina sína sem var nýkomin út þegar búsáhaldabyltingin var.
mbl.is Hörður Torfa með 34. hausttónleikana í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: siggi

Já sjómaðurinn hefur skoðun á allflestum málum. Hörður er Tónlistamaður (með stórum staf) og verulega góður í því en svo virðist sem honum hafi blöskrað ástandið í þjóðfélaginu og virkilega þorað að koma fram með skoðanir sínar fram fyrir almenning. Ljóst má vera að meðan á þessari "búsáhaldabyltingu" stóð þá var hann ekki að koma fram á sínu sviði með tónleika en var sannfæringu sinni trúr og fórnaði miklu. Mér þætti gaman að sjá sjómanninn sem hefur skoðun á öllu sleppa vinnu sinni fyrir sannfæringu sína en sennilega villa hann ekki verða af laununum sínum.  SKAMM

siggi, 30.8.2010 kl. 10:01

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hörður Torfa hefur haft ákveðnar skoðanir á málum og ekki verið feiminn við að láta þær í ljósi, oft við litla hrifningu landsmanna, sérstaklega á árum áður.

Hann fór hamförum í búsáhaldabyltingunni, hélt margar ræður og lét hátt. Hann var ekki einn um það og margir landsmenn sammála.

Nú bregður svo við að afkvæmi búsahaldabyltingarinnar er jafn máttlaus, ef ekki máttlausari en fyrri stjórn. Getuleysi og ósamstaðan innan ríkisstjórnarflokkanna í öllum málum sem skipta máli, er algjör og fólkið í landinu líður fyrir það.

Því er von að menn velti fyrir sér hvað hafi orðið um þennan ágæta mann. Var framganga hanns í búsáhaldabyltngunni vegna þess að honum fannst réttlætið ekki ná fram að ganga, eða var hún í þágu einhvers akveðins stjórnmálaflokks?!

Það voru reyndar fleiri þjóðþekktir listamenn sem létu heyra hátt í sér í búsáhaldabyltingunni, en einhverra hluta vegna heyrist ekkert í þeim núna.

Ekki má svo gleima þingmanninum sem hvatti þetta ágæta fólk áfram, úr glugga alþingis. Nú er sá þingmaður orðinn ráðherra!!

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband