29.8.2010 | 11:07
Bull og vitleysa
Þetta er skrítin röksemd hjá Merði. "Það er líka eðlileg niðurstaða ef kjósendur geta ekki lengur treyst þeim meirihluta sem þeir fólu síðast að fara í aðildarviðræður," segir Mörður.
Kjósendur samfylkingarinnar eru þeir einu sem vildu fara í aðildarviðræður. Ekki kjósendur VG eða annara flokka en samfylkingar. Enda athyglisvert að hlutfall þeirra sem telja hag íslendinga betur borgið innan ESB er nánast nákvæmlega það sama og kjörfylgi samfylkingarinnar í síðustu kosningum.
Hættum sem fyrst þessu ESB feigðarflani og förum að vilja meirihluta kjósenda, en ekki háværs minnihluta ESB dýrkenda.
Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér skilst að þetta sé komið út í aðlögunarviðræður það var ekki gefin heymild fyrir því, heldur aðildarviðræður sem er auðvitað ekki það sama.
Eyjólfur G Svavarsson, 29.8.2010 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.