Firring Steingríms

Steingrímur hefur mjög einkennilega sýn á þetta. Margoft hefur komið framm á undanförnum mánuðum að ríkisstjórninn er alveg úr tengslum við almenning í landinu. Nú kemur í ljós að hún er líka úr öllum tengslum við aðila vinnumarkaðarins.
Miðað við fréttir þá er allt sátta og samvinnutal í ríkisastjórninni á þá leið að sættirnar felist í því að allir aðrir sætti sig við helferðarstefnu hennar. Margoft hefur komið framm að skötuselsfrumvarpið var bara síðasta lóðið á vogarskálarnar, kornið sem fyllti mælinn eins og sagt er. Þetta rugl í ríkisstjórninni er gengið svo langt að jafnvel Gylfi Arnbjörnson getur ekki samþykkt það og þá er fokið í flest skjól því Gylfi hefur yfirleitt hljómað eins og PR fulltrúi ríkisstjórnarinnar en ekki leiðtogi launþega
mbl.is Ósammála Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband