12.3.2010 | 09:40
Saga af manni með rör
Líkt finnst mér margt með störfum ríkisstjórnarinnar og sögu sem ég heyrði af manni sem vann á stóru verkstæði. Maður þessi átti að hafa gert veðmál við vinnufélaga sína um það að hann gæti komist upp með það í heila viku að gera ekkert í vinnunni. Þegar maðurinn byrjaði vinnuvikuna þá náði hann sér í stálrör og svo alltaf ef hann sá einhvern yfirboðara sinna þá setti hann rörið á öxlina og hvarf útaf verkstæðinu með það. Maðurinn komst víst upp með það að bera þetta rör til og frá í heila viku og gera ekkert annað. Sagan sagði reyndar að seinna hefði þetta seinna allt komist upp og maðurinn verið rekinn. Þau eru nokkur rörin sem stjórnarliðar bera framm og aftur þessa daganna til þess að láta líta út fyrir það að þeir séu að gera eitthvað. Þetta er eitt þeirra.
Ég vil taka það framm að útaf fyrir sig þá er gott mál að afnema þessi lög sem hefur ekki verið beitt í 39ár. En mér þykir forgangsröðun á verkefnum stjórnarinnar vera merkileg.
Gullkorn úr stjórnarsáttmálanum:
"Þessi ríkisstjórn mun ekki velta vandanum yfir á þá verst settu í samfélaginu, né leggja byrðarnar á börnin okkar með því að skjóta vandanum á frest"
![]() |
UVG fagnar frumvarpi Álfheiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.