Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Dúettinn dýrkeypti

Ekki skilur dúettinn dýrkeypti Jóhanna og Steingrímur af hverju fólk þarf að kjósa um Icesave.  Ég held að þessi kosning snúist ekki bara um icesave heldur fyrst og fremst um það prinsipp hvort almenningur í landinu eigi að borga fyrir óreiðufólk sem hefur lifað eins og kóngar og átt þotur lúxusíbúðir sportbíla og jafnvel þyrlur.  Aldrei síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálum hefur stéttaskiptingin á íslandi verið jafn auðséð.  Það eru tvær stéttir í landinu:  Annars vegar fólk sem hefur lifað eins og áður sagði og hins vegar almenningur sem á að borga fyrir þetta fjármálasukk hjá þotuliðinu.  Af þeim sökum ætla ég að segja nei við icesave ég vil ekki borga skuldir óreiðumanna.  Almenningur segjum nei við icesave.  Tökum þátt í að skapa réttlátari heim þar sem venjulegt fólk þarf ekki að borga fyrir neyslu yfirstéttarinnar. 

e.s.  Það er líklega kominn tími á að Hörður Torfa gefi út aðra bók svo hann finni það hjá sér að standa reiður niðri á Austurvelli og auglýsa hana.


mbl.is Atkvæði greidd um Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur ráðalausi fyrst að vakna núna.

Það er nú aldeilis komin tími til að þessi ríkisstjórn, áttaði sig á því að fleira þarf að gera en að reka Davíð Oddson, rövla eitthvað um stjórnlagaþing og ESB.  Miðað við þessa 100 daga áætlun sem kemur eftir 80 daga stjórnarsetu, þá er fyrst von um að eitthvað verði gert þegar ríkisstjórn  Samfylkingar og Vinstri Grænna.   Verður búin að starfa í 180 daga.  Farið að vinna vinnuna ykkar fyrir fólkið. í landinu.  Í björgunaraðgerðum þarf að greina vandann og forgangsraða verkefnum.  Ráðast í bráðaaðgerðir til að afstýra frekara tjóni.  bann við nektarsýningum. fellur t.d ekki undir þá skilgreiningu.  Hreinn Sigurðsson.  Fyrrum stuðningsmaður Steingríms

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband