Hreinn Sigurðsson

Er yfirvélstjóri á frystitogaranum Barða NK 120

Helstu áhugamál eru:  Ferðalög innan lands og utan, útivist, jeppar, vélhjól, veiði (skotveiði og sjóstangveiði),  hjólreiðar, sjósund og að sjálfsögðu stjórnmál.

Ég hef unnið sem sjómaður og í störfum tengdum sjávarvegi frá 16 ára aldri.

Framhaldsskólagöngu mína byrjaði ég 1983 með því að fara í hússtjórnarskólann á Hallormsstað, prófaði 17 ára gamall að fara sem kokkur á togara, 

Var í 4 ár háseti á dragnótabátnum Gullfaxa NK 6 með aflaklónni  Guðmundi Þorleifssyni.

Var í stjórn Alþýðubandalagsins í Neskaupstað þegar ég var yngri og róttækari en er nú flokksbundinn Sjálfstæðismaður

Lærði vélsmíði á  Vélaverkstæði Síldarvinnslunar í Neskaupstað.

Var formaður iðnnemasambands Íslands  1994-1995

 Kláraði 4 stig Vélskóla íslands 1996

Lauk prófi í véliðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2007 (í fjarnámi)

 Lauk prófi í rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2008 (í fjarnámi)

 Hef verið starfandi vélstjóri á Barða NK síðan 1996.

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Hreinn Sigurðsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband